Frétt

Afkoma LV árið 2003

11. mars 2004

Ársreikningur LV er í meginatriðum gerður með sambærilegum hætti og ársreikningur félagsins árið á undan en þó hefur verðleiðréttingum verið hætt og er það gert í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi í lok árs 2001. Samanburðarfjárhæðum hefur ekki verið breytt til samræmis. Þá er í fyrsta sinn gerður samstæðureikningur fyrir LV og tvö dótturfélög fyrirtækisins, Fjarska ehf. og Icelandic Power Insurance Ltd.

 

Samstæða

Móðurfélag

 

2003

2003

2002

Rekstrartekjur

13.009

12.967

13.577

Rekstrarkostnaður:      
     Rekstrar- og viðhalds-
     kostnaður

4.498

4.544

4.431

     Afskriftir

5.275

5.226

5.181

     Hreinn fjármagns-
     kostnaður

1.685

1.646

-1.764

Hagnaður (tap)

1.551

1.551

5.729

Eignir samtals

134.528

133.997

121.240

Skuldir

93.348

92.817

81.261

Eigið fé

41.180

41.180

39.979

Handbært fé frá rekstri

5.601

5.541

6.432

Fjárfestingar

16.743

16.690

5.175

EBITDA

8.512

8.424

9.146

Eiginfjárhlutfall

30,60%

30,70%

33,00%

Arðsemi eigin fjár

3,8%

3,8%

14,7%


Rekstrartekjur lækkuðu samtals um 568 m.kr. miðað við fyrra ár. Ástæða þess er að tekjur af orkusölu til stóriðju eru í erlendri mynt og tengdar afurðaverði. Breytingar þessar voru í samræmi við áætlanir LV um þróun gengis og álverðs. Orkusala til almenningsrafveitna jókst um 2% en orkusala til stóriðju var óbreytt frá fyrra ári. Meðalorkuverð til almenningsrafveitna hækkaði um 1,45% frá meðalverði fyrra árs. Vegna breytinga á reikningsskilavenjum er hreinn fjármagnskostnaður ekki sambærilegur á milli ára. Meðalnafnvextir langtímalána voru um 3,5% á árinu 2003 og eru þeir óbreyttir frá fyrra ári. Í árslok 2003 voru tæp 94% langtímalána í erlendri mynt.

Á árinu hófust virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka í framhaldi af gerð orkusölusamnings við Fjarðaál, dótturfélag Alcoa. Þar verður reist 690 MW aflstöð og jafnframt lagðar flutningslínur til Reyðarfjarðar. Stefnt er að því að fyrsta vél virkjunarinnar, af sex, verði gangsett 1. apríl 2007. Nánari lýsing á framkvæmdum er að finna á heimasíðu virkjunarinnar http://www.karahnjukar.is/. Í árslok 2003 nam byggingarkostnaður Kárahnjúkavirkjunar tæpum 16,3 milljörðum króna.

Aðrar nýframkvæmdir á árinu tengdust verklokum við Vatnsfellsvirkjun og endurbyggingu veituvirkis við Þórisós. Auk þess var m.a. áfram unnið við stækkun Kröflustöðvar, Búrfellsstöðvar og endurnýjun Sogsstöðva, auk undirbúnings og rannsókna við aðrar fyrirhugaðar virkjanir.

Ársreikningur LV verður lagður fyrir ársfund fyrirtækisins 2. apríl nk.

Fréttasafn Prenta