Frétt

Lón Landsvirkjunar fyllast að vori annað árið í röð

14. apríl 2004

Þórisvatn er langt stærsta miðlunarlón landsins og er fylling vatnsins nokkuð fyrr á ferðinni en síðastliðið vor og hið sama er að segja um Blöndulón.

Sumarrennsli í Þjórsá og Blöndu mun fyrst og fremst ráðast af veðurfari í sumar af þessum sökum, þar sem ekki verður um neina söfnun að ræða í miðlunarlón.

Landsvirkjun hefur þegar opnað fyrir rennsli efstu kvísla Þjórsár niður farveg árinnar en venjulega er þeim beint um Kvíslaveitu í Þórisvatn. Ferðamönnum og öðrum í nágrenni Þjórsár og Blöndu er bent á að vera meðvitaðir um náttúrulegar sveiflur í ánum sem ráðast af veðurfari í sumar en í meðalárferði hefur það verið svo undangengna áratugi að miðlun inn í lón Landsvirkjunar hefur jafnað rennsli ánna.

 

Fréttasafn Prenta