Frétt

Umhverfisráðherra úrskurðar um virkjanir við Núp og Urriðafoss

30. apríl 2004

Vegna beggja virkjananna eru þau skilyrði sett að samhliða hönnun mannvirkjanna, skuli framkvæmdaraðili láta gera áhættumat fyrir virkjunina þar sem sýnt verði fram á að árleg staðaráhætta fólks á svæðinu eftir byggingu mannvirkjanna verði ekki meiri en talið er ásættanlegt vegna ofanflóðahættu.

Einnig skal framkvæmdaraðili girða af farveg árinnar á báðum bökkum hennar eftir þörfum og setja upp aðvörunarskilti á viðeigandi stöðum til að draga úr hættu vegna skyndilegrar rennslisaukningar. Jafnframt skal framkvæmdaraðili setja upp aðvörunarbúnað sem gefur til kynna með hljóðmerki slíka hreyfingu á loku stíflunnar.

Þá er skilyrði sem Skipulagsstofnun setti um vöktun á öldurofi og eyðingu gróðurs á ströndum lóna breytt. Vöktunin skal standa yfir á meðan virkjunin er starfrækt en ekki í 10 ár eins og Skipulagsstofnun hafði úrskurðað.

Úrskurður umhverfisráðherra um Urriðafossvirkjun
Úrskurður umhverfisráðherra um virkjun við Núp

Fréttasafn Prenta