Frétt

Mikill hjólreiðaáhugi meðal starfsmanna Landsvirkjunar

26. maí 2004

Hjólað í vinnuna er heilsueflingarverkefni fyrir fyrirtæki um allt land. Markmið þess er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Er fólk hvatt til þess að hvíla bílinn og hjóla þess í stað til og frá vinnu. Þeir sem skokka, ganga, hjóla eða nota línuskauta eru gjaldgengir þátttakendur.

Í átakinu felst einnig keppni á milli fyrirtækja þar sem leitast er við að ná sem flestum þátttökudögum og sem flestum kílómetrum. Á vefnum http://hjoladivinnuna.is má sjá stöðu keppnisliða í þessu átaki. Keppir Landsvirkjun í hópi fyrirtækja með 150-399 starfsmenn. Þegar þetta er ritað er mjótt á mununum á milli Íslenskrar erfðagreiningar og Landsvirkjunar. Enn eru tveir dagar eftir af átakinu.

Á starfsstöðvum Landsvirkjunar í Reykjavík eru fimm lið skráð til þátttöku. Þá eru sex lið skráð í Búrfellsstöð, Hrauneyjafossstöð og Laxárstöðvum.

Hjólahópur á Háaleitisbrautinni 

Hér má sjá hluta þátttakenda frá skrifstofu Landsvirkjunar við Háaleitisbraut saman komna  

Fréttasafn Prenta