Frétt

Flóð í Jöklu

4. ágúst 2004

Vegurinn og brúin yfir Jöklu ofan stíflustæðisins við Kárahnjúka sem vatnaði upp undir í gær var opnuð aftur í morgun. Engar skemmdir eru á brúnni og gert hefur verið við skemmdir á veginum að henni. Það er mat hönnuðar að brúin þoli sambærilegan straumþunga og var í ánni síðdegis í gær jafnvel þótt  hún  færi á kaf.

Ákveðið hefur verið að hækka varnarstíflu efst á framkvæmdasvæðinu um 5 metra í varúðarskyni vegna þess að svo virðist sem efri göngin af tveimur hjárennslisgöngum sem áin rennur um meðan á framkvæmdum stendur flytji ekki það vatnsmagn sem þeim er ætlað að gera. Erfitt er að komast að því með vissu hvað veldur fyrr en flóðið sjatnar. Líkleg skýring er einhvers konar fyrirstaða í göngunum, mögulega grjót eða lofttregða sem hindrar rennsli vatnsins.

Nýjustu fréttir:
Þær fregnir voru að berast frá Kárahnjúkum að vatnsmagnið í Jöklu eykst nú óðfluga og hefur því brúnni verið lokað fyrir umferð og ekki er útilokað að vatnið stígi hærra en í gær.

 

Fréttasafn Prenta