Frétt

Orkan okkar - heimili morgundagsins

26. október 2004

Ráðstefnan verður haldin í A-sal Smárabíós fyrstu tvo dagana en sýning á tæknivæddu heimili framtíðarinnar verður alla dagana í Vetrargarði Smáralindar. Þar verður reist 350 fermetra einbýlishús með öllum nútíma þægindum og tækninýjungum sem fyrirfinnast á markaðnum í dag.

Á ráðstefnunni kennir ýmissa grasa og er þar fjallað um orkumál frá ýmsum sjónarhornum.

Fimmtudagur 28.október

13.00 Setning; Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar
13:10 Ávarp; Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
13:20 Saga rafvæðingar í landinu; Kristján Jónsson, fyrrv. rafmagnsveitustjóri
13:40 Dreifð raforkuvinnsla; Steinar Friðgeirsson, framkvæmdastjóri RARIK
14:00 Vatnsaflsvirkjanir í Vestur- Skaftafellssýslu; Þórólfur Árnason, borgarstjóri
14:20 Ráðstefnugestum boðið til sýningarhúss.
14:30 Formleg opnun; iðnaðar-og viðskiptaráðherra opnar sýninguna, veitingar

Ráðstefnustjóri: Bogi Ágústsson


Föstudagur 29. október

10:30 Ávarp; Valgerðar Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
10:40 Kynning á Verkfræðingafélagi Íslands, Tæknifræðingafélagi Íslands,
Arkitektafélagi Íslands og helstu orkufyrirtækjum landsins;
Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja, Landsvirkjun og RARIK
11:40 Leyndardómar ljóssins; Aðalsteinn Guðjohnsen,
fyrrv. rafmagnsstjóri RR
12:00 Birta og ylur; Jóhann Már Maríusson, fyrrv. aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
12:20 Matarhlé
12:40 Heimurinn án rafmagns; Einar Kárason, rithöfundur
13:00 Kynning á Háskóla Íslands, Tækniháskóla Íslands, Vélskóla Íslands og
Iðnskólanum Í Reykjavík á námi tengdu orkugeiranum
14:00 Gestum boðið til sýningarhúss

Ráðstefnustjóri: Bogi Ágústsson


Fréttasafn Prenta