Frétt

Landsvirkjun fær „Lóð á vogarskálina“

18. nóvember 2004

Á ráðstefnunni sem fór fram í gær hlutu viðurkenninguna Landsvirkjun, úr flokki opinberra stofnana og fyrirtækja í opinberri eigu, og ISS Ísland úr flokki fyrirtækja á almennum markaði.

Þórólfur Árnason, borgarstjóri, afhenti Friðriki Sophussyni, forstjóra, viðurkenningu Landsvirkjunar og Jóni Trausta Leifssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra og Ólöfu A. Þórðardóttur, starfsmannastjóra, viðurkenningu ISS Íslands.

Landsvirkjun hefur frá árinu 1999 unnið markvisst að því að breyta starfsháttum sínum til að koma til móts við kröfur nútímans um sveigjanlegt vinnufyrirkomulag og hefur virka jafnréttisstefnu. Vaktafyrirkomulagi hafi verið breytt þar sem það hefur verið mögulegt og reglulega er fylgst með viðhorfum starfsfólks til þess hvernig til hafi tekist að samræma starf og einkalíf.

Tekið við verðlaununum Lóð á vogarskálina

Á myndinni eru frá vinstri: Jón Trausti Leifsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Ólöf Þórðardóttir, starfsmannastjóri ISS, Friðrik, Þórólfur Árnason borgarstjóri, Linda Rut Benediktsdóttir ritstjóri hgj.is og Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi Reykjavíkur.

 

Fréttasafn Prenta