Frétt

Jólalegt háspennumastur í Straumsvík

8. desember 2004

Mastrið skrautlega er það síðasta í röðinni áður en háspennulínan fer inn í tengivirkið við álverið. Mastrið stendur við Reykjanesbrautina þar sem það blasir við vegfarendum.

Tilefnið var að um þessar mundir er Landsvirkjun að verða 40 ára. Mastrið sjálft er 35 ára og um áramótin hættir Landsvirkjun að reka þessa línu þar sem nýtt fyrirtæki, Landsnet, mun taka við rekstri flutningskerfisins.

Fulltrúar Landsvirkjunar og ALCAN ásamt öðrum gestum komu saman í gasaflstöð Landsvirkjunar við Straumsvík og tendraði Rannveig Rist ljósin á mastrinu. Landsvirkjun bauð síðan upp á heitt kakó og meðlæti.

Mastrið er lýst upp með fimmtán iGuzzini Woody kösturum með litasíum sem mynda bláa og rauða geisla sem lýsa mastrið upp. Orkuþörf þessara kastara er um 2,4 kW.

Eftirtaldir aðilar komu að verkinu:

Rafteikning hf, sem annaðist hönnun á lýsingunni og hafði umsjón með uppsetningu.
Landsvirkjun; Þórður Guðmundsson, Ómar Imsland og Trausti Finnsson.
ALCAN; Rúnar Pálsson
Rafal hf. sem sá um uppsetningu, lagnir og tengingar.
Fjarðargrjót ehf. sem sá um jarðvinnu.


Upplýst háspennumastur við Straumsvík


Fréttasafn Prenta