Frétt

Landsnet tekur formlega til starfa

3. janúar 2005

Meginhlutverk Landsnets er flutningur raforku frá raforkuframleiðendum til kaupenda, hvort sem er til dreifiveitna eða stóriðju. Landsnet annast einnig stýringu og gæslu raforkukerfisins og kerfisstjórn.

Landsnet starfar í sérleyfisumhverfi og er starfsemi fyrirtækisins háð eftirliti sem Orkustofnun annast. Orkustofnun ákvarðar Landsneti tekjuramma sem endurskoðaður verður með reglubundnum hætti.

Fyrirtækið Landsnet var stofnað í kjölfar gildistöku raforkulaga sem kveða á um aðskilnað raforkuframleiðslu og flutnings á raforku. Um 70 starfsmenn sem áður störfuðu hjá Landsvirkjun fluttust um set og vinna nú hjá hinu nýja fyrirtæki.

Ný raforkulög fela einnig í sér samkeppni á raforkumarkaði. Þau fyrirtæki sem nota meira en 100 kílówött af raforku á klst. geta nú valið sér raforkusala. Eftir ár geta aðrir raforkukaupendur gert slíkt hið sama.


Stofnun Landsnets, Þórður Guðmundsson og Valgerður Sverrisdóttir

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra og Þórður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landsnets takast í hendur á opnunarhófi sem haldin var í tilefni af stofnun Landsnets.

Viðhengi:
Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur
Ávarp Friðriks Sophussonar

Tenging:
Vefur Landsnets

 

Fréttasafn Prenta