Frétt

Nýir heildsölusamningar við viðskiptavini Landsvirkjunar

5. janúar 2005

Samningarnir ná til þeirrar forgangsorku sem viðskiptavinirnir ætla að kaupa af Landsvirkjun á næsta ári og einnig til lengri tíma. Samningarnir eru nauðsynlegir í ljósi þeirrar opnunar á raforkumarkaðinum sem varð nú um síðustu áramót og einnig vegna tilkomu Landsnets sem tekur að sér flutning á rafmagninu. Undirbúningur samninganna hefur staðið yfir hjá markaðsdeild orkusviðs með aðstoð fjármálasviðs og fjölmargra ráðgjafa í um tvö ár.

Þeir viðskiptavinir sem gert hafa samninga við Landsvirkjun eru Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Suðurnesja hf, RARIK, Orkubú Vestfjarða hf, Norðurorka hf og Rafveita Reyðarfjarðar, sem er nýr viðskiptavinur hjá Landsvirkjun. Allir þessir aðilar hafa staðið í ströngu upp á síðkastið við að móta sín innkaup og sölu á rafmagni í nýju umhverfi. Á næstu vikum og mánuðum mun koma reynsla á þetta nýja sölufyrirkomulag, sem er allmiklu flóknara en eldra viðskiptaumhverfi.

Samningur við Rafveitu Reyðarfjarðar
Rafveita Reyðarfjarðar bættist í hóp viðskiptavina fyrir áramót. Hér sjást
Sigfús Þ. Guðlaugsson, rafveitustjóri hjá Rafveitu Reyðarfjarðar og
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar takast í hendur að lokinni
undirritun samnings á milli fyrirtækjanna.

 

Fréttasafn Prenta