Frétt

Samningur milli Landsnets og Landsvirkjunar undirritaður

18. janúar 2005

Þessir samningar eru nauðsynlegir í hinni nýju raforkuskipan þar sem Landsnet er sjálfstætt fyrirtæki sem annast flutning raforku um flutningskerfi landsins.

Tengisamningurinn felur í sér að Landsvirkjun greiðir ákveðið tengigjald fyrir tengingu aflstöðva fyrirtækisins við flutningskerfi landsins. Með samningi um jöfnunarábyrgð tekur Landsvirkjun að sér þá skyldu að tryggja að jöfnuður sé á milli öflunar og ráðstöfunar í þeim raforkuviðskiptum sem Landsvirkjun er aðili að.

Þá voru jafnframt undirritaðir samningar um rafmagnskaup Landsnets af Landsvirkjun fyrir árið 2005 en um er að ræða samning um kaup á rafmagni vegna flutningstapa og samning um reglunarstyrk með reiðuafli og reglunaraflstryggingu. Í þessum síðari samningi felst að Landsvirkjun ábyrgist að ákveðið reiðuafl sé fyrir hendi í kerfinu hverju sinni sem Landsnet getur gripið til þegar þörf er fyrir það til að halda raforkukerfinu gangandi.

Landsvirkjun og Landsnet undirrita samning

Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets og Friðrik Sophusson,
forstjóri Landsvirkjunar, undirrita tengisamning milli Landsvirkjunar
og Landsnets

Fréttasafn Prenta