Frétt

Er Ísland örum skorið?

22. febrúar 2005

Þeir sem standa að útgáfu kortsins líta svo á að allar helstu jökulár landsins sem teknar voru til skoðunar í fyrsta áfanga rammaáætlunar verði að líkindum virkjaðar ef það sem þeir nefna „orkufyrirheit stjórnvalda“ til stóriðju ná fram að ganga. Við virkjun þeirra myndist „ör“ í landið og að mögulegt áhrifasvæði virkjunar nái 5 km út frá bökkunum niður allan farveginn.

Þorsteinn telur að þessi afstaða sé vandskilin, ekki síst af því að þetta grefur undan starfinu við rammaáætlun, en hún getur reynst kjörið tæki til að ná fram skynsamlegu og heildstæðu mati á kostum og göllum þess að virkja eða virkja ekki tilteknar ár. Þetta ætti að vera hagur bæði virkjunaraðila, stjórnvalda og þeirra sem vilja koma í veg fyrir umhverfisslys af völdum virkjunarframkvæmda.

Viðhengi:
Fyrirlestur Þorsteins Hilmarssonar: „Er Ísland örum skorið"


Fréttasafn Prenta