Frétt

Um lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar

23. febrúar 2005

Þetta er ónákvæm lýsing. Hið rétta er að Standard & Poor's er aðeins að breyta horfunum fyrir fyrirtækið Landsvirkjun eða því sem kallast "local and foreign currency corporate credit ratings" úr stöðugum í neikvæðar. Með þessu er Standard & Poor's að upplýsa fjárfesta um að vænta megi breytinga hjá Landsvirkjun í framtíðinni.

Fyrirtækið tekur sérstaklega fram að lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar, svokölluð "senior unsecured debt rating" á útistandandi lánum sé óbreytt auk þess sem fyrirtækið staðfestir óbreytta lánshæfiseinkunn á væntanlegum lántökum, AA+/A-1+ á innlendum lánum og AA-/Stable/A-1+ á erlendum lánum, en þetta er sama lánshæfiseinkunn og íslenska ríkið hefur í dag.

Fréttasafn Prenta