Frétt

Afkoma Landsvirkjunar 2004

10. mars 2005

Ársreikningur Landsvirkjunar byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum og er í meginatriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður.

Helstu stærðir ársreiknings eru (í m.kr.):

 

Samstæða

Móðurfélag

 

2004

2003

2004

2003

Rekstrartekjur

13.701

12.863

13.624

12.822

Rekstrarkostnaður:

 

 

 

 

Rekstrar- og viðhaldkostnaður

4.691

4.498

4.750

4.544

Afskriftir

5.347

5.274

5.249

5.226

Fjármagnskostnaður

-3.532

1.540

-3.570

1.500

Rekstrarkostnaður alls

6.506

11.312

6.429

11.270

Hagnaður

7.195

1.551

7.195

1.551

 

 

 

 

 

Eignir samtals

154.684

134.528

153.614

133.997

Skuldir

103.308

93.348

102.237

92.816

Eigið fé

51.377

41.180

51.377

41.180

 

 

 

 

 

Handbært fé frá rekstri

4.622

5.601

4.487

5.541

Fjárfestingar

20.897

16.877

20.865

16.824

EBITDA

9.010

8.366

8.875

8.278

Eiginfjárhlutfall

33,21%

30,61%

33,45%

30,68%


Rekstrartekjur hækkuðu samtals um 838 milljónir króna miðað við fyrra ár. Tekjur af orkusölu til almenningsrafveitna hækkuðu um 215 milljónir króna, sem rekja má til gjaldskrárhækkunar um 2,9% í byrjun ágúst, en að magni til var salan nær óbreytt frá fyrra ári.  Meðalverð orku til almenningsrafveitna hækkaði um 2,74% frá fyrra ári.  Tekjur af orkusölu til stóriðju hækkuðu um 506 milljónir króna frá fyrra ári. Meðal nafnvextir langtímalána voru um 3,1% á árinu 2004 en þeir voru um 3,5% árið áður. Í árslok 2004 voru 90% langtímalána í erlendri mynt.

Góða afkoma á árinu 2004 skýrist einkum af gengishagnaði af langtímalánum. Gengishagnaðurinn er óinnleystur og verður að hafa það í huga við mat á afkomu fyrirtækisins. Gengishagnaður langtímalána skýrist aðallega af breytingum á gengi evrunnar og dollars gagnvart krónunni.

Á árinu 2003 hófust virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka í framhaldi af gerð orkusölusamnings við Fjarðaál, dótturfélag Alcoa. Þar verður reist 690 MW aflstöð og jafnframt lagðar flutningslínur til Reyðarfjarðar. Stefnt er að því að fyrsta vél virkjunarinnar, af sex, verði gangsett 1. apríl 2007. Nánari lýsing á framkvæmdum er að finna á heimasíðu virkjunarinnar http://www.karahnjukar.is/. Í árslok 2004 nam byggingarkostnaður Kárahnjúkavirkjunar samtals 35 milljörðum króna, þar af var framkvæmt fyrir 18,7 milljarða á árinu.

Í ársbyrjun 2005 tók nýtt sjálfstætt fyrirtæki, Landsnet hf., við þeim eignum fyrirtækisins sem tengdust flutningi raforku. Eignirnar voru yfirteknar á matsverði sem ákveðið var af sérstakri nefnd iðnaðarráðuneytisins.

Ársreikningur Landsvirkjunar verður lagður fyrir ársfund fyrirtækisins 8. apríl nk.

Viðhengi:
Ársreikningur Landsvirkjunar 2004

 

Fréttasafn Prenta