Þær leiðir sem farnar verða eru m.a. að;
Með aðferðum sem þessum hefur mörgum flutningsfyrirtækjum tekist að auka verulega flutningsgetu kerfa sinna. Með tilliti til umhverfisins er þetta því mjög áhugavert.
Landsvirkjun hefur samið við Statnett í Noregi og verkfræðistofurnar Afl og Línuhönnun um að vinna með starfsmönnum Landsvirkjunar við að gera ítarlega athugun á flutningskerfi Landsvirkjunar með tilliti til þeirra atriða sem fram komu hér að ofan.
Í undirbúningi er frekari uppbygging stóriðjuvera á Íslandi. Þar ber hæst nýtt álver á Austurlandi, en til umræðu eru einnig stækkanir núverandi álvera á Grundartanga og í Straumsvík. Með tilkomu þessa iðjuvera mun þörf fyrir orkuflutning aukast mjög og því hefur Landsvirkjun sett af stað þetta verkefni.
Statnett á og rekur flutningskerfi raforku í Noregi og hefur nýlokið sams konar athugun á sínu kerfi. Sú athugun leiddi í ljós að hægt var að auka orkuflutning umtalsvert með tiltölulega litlum tilkostnaði og með nýjum vinnureglum við stjórn kerfisins.
Landsvirkjun telur að sú vinna sem nú er að hefjast muni leiða til hagkvæmari uppbyggingar flutningskerfisins á næstu áratugum og muni lágmarka þörf á nýjum línum og er það í samræmi við umhverfisstefnu fyrirtækisins.
Jón Bergmundsson verkfræðistofunni Afl, Þórður Guðmundsson Landsvirkjun, Arve Strandem frá Statnett og Árni Björn Jónasson frá Línuhönnun undirrita samninginn um athugun á flutningskerfi Landsvirkjunar.