Frétt

Orkusvið Landsvirkjunar gæðavottað

8. apríl 2005

Þar staðfestir Vottun hf. að Landsvirkjun, orkusvið, starfræki gæðakerfi sem samræmist kröfum í IST EN ISO 9001:2000.

Kjartan J. Kárason

Kjartan J. Kárason,
framkvæmdastjóri Vottunar hf.

Vottorðið tekur til framleiðslu, sölu og afhendingar raforku Landsvirkjunar til viðhalds framleiðslueininga í eftirtöldum aflstöðvum: Vatnsfellsstöð, Hrauneyjafossstöð, Sigöldustöð, Sultartangastöð, Búrfellsstöð, Steingrímsstöð, Ljósafossstöð, Straumsvíkurstöð, Blöndustöð, Rangárvallastöð, Laxárstöðvum, Bjarnarflagsstöð og Kröflustöð.

Kjartan J. Kárason sagði að ISO 9001:2000 vottunin væri mikilvæg í starfsemi Landsvirkjunar, ekki síst þar sem þarf að hafa í heiðri skipulögð og öguð vinnubrögð, enda afurð fyrirtækisins mjög hættuleg við vissar kringumstæður. Einnig sagði Kjartan að ISO gæðavottun kæmi þeim fyrirtækjum að góðum notum sem hyggðu á útrás á erlenda markaði. Þetta hefði komið berlega í ljós t.d.hjá fyrirtækjunum Bakkavör og Actavis.

Fréttasafn Prenta