Frétt

„Virkjum eigin orku!“

4. maí 2005

Hjólreiðanefnd ÍSÍ og þrjú aðildarfélög hennar koma að þessum samningi og það eru Hjólamenn, Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Hjólreiðafélag Akureyrar.

Það er markmið Landsvirkjunar að starfsemi fyrirtækisins falli sem best að bæði náttúru og samfélagi. Landsvirkjun vill stuðla að útivist og ferðum um landið, ekki síst á virkjunarsvæðum. Átak í að efla áhugann á hjólaíþróttinni fellur vel að því markmiði.

Samstarf hjólreiðanefndar ÍSÍ, hjólreiðafélaganna og Landsvirkjunar er vísir að vori í hjólreiðaíþróttinni, vori sem lýkur með fjölgun iðkenda hjólreiða og blómlegu starfi hjólreiðafélaganna.

Markmið samnings þessa er að kynna hjólreiðar og örva almenning til að stunda íþróttina. Hjólreiðafélögin munu halda átta hjólreiðamót í 2 bikarmótum „Landsvirkjunarbikarinn“ og þrjár hjólreiðahátíðir á Suðurnesjum, Blönduósi og Akureyri þar sem lögð verður áhersla á þátttöku almennings og þá sérstaklega barna og unglinga.

Loksins! - Tour d'Islande
Síðast en ekki síst verður haldinn vísir að Tour d´Islande (Íslands hjólreiðarnar). Fjögurra daga reiðhjólakeppni 23. - 26. júní á höfuðborgarsvæðinu og við Búrfell í Þjórsárdal.

Samningur Landsvirkjunar við Hjólreiðanefnd ÍSÍ

Sveinn Finnbogason, formaður hjólreiðanefndar ÍSÍ, og Friðrik Sophusson,
forstjóri Landsvirkjunar, skoða nýja landsliðstreyju hjólreiðanefndar ÍSÍ
að lokinni undirritun samningsins.


 

Fréttasafn Prenta