Frétt

Bikarmótaröð Landsvirkjunar í hjólreiðum heldur áfram

12. maí 2005
 Hjólreiðamaður
Ljósmynd: Albert Jakobsson 

Mótið fer fram í hjólreiðabraut sem mörkuð verður í Öskjuhlíð.

Keppt verður í tveimur umferðum. Í þeirri fyrri sem hefst kl. 18:00 fara 9-15 ára og trimmflokkkur 4 hringi í brautinni.

Verðlaunaafhending yngri keppenda og trimmflokks verður klukkan 18.45

Í seinni umferðinni munu keppendur 16 ára og eldri hjóla 10 hringi í brautinni. Hefst sú keppni kl. 19:00.

Verðlaunaafhending 16 ára og eldri verður strax að keppni lokinni. Dregið verður um gjafabréf frá Erninum að henni lokinni og boðið upp á grillaðar pylsur og gos.

Skráning keppenda hefst klukkan 17:00 í félagsheimili HFR í Nauthólsvík. Hægt verður að skrá sig allt að hálftíma áður en hvor umferð hefst.

Að verðlaunaafhendingu lokinni verður dregið í happdrætti. Í vinning er gjafabréf frá Erninum. Loks verður boðið upp á grillaðar pylsur og gos.

 

Fréttasafn Prenta