Frétt

Fornleifastofnun Íslands rannsakar rústir sunnan Kárahnjúka

17. maí 2005

Rannsókn á rústum á Hálsi var boðin út í almennu útboði og tilboð bárust frá þremur aðilum í verkefnið. Útboðsgögn eru á hefðbundnu formi og miðast við einingaverð fyrir skilgreinda verkþætti, en um skilmála gildir íslenskur staðal IST 35 eins og við á. Líklega er þetta í fyrsta skipti sem fornleifarannsókn er boðin út á þennan hátt hér á landi

Páll Pálsson frá Aðalbóli fann rústir þessar við smalamennsku haustið 2003. Mögulegt að hér sé fundið sel sem kemur við sögu í Hrafnkelssögu Freysgoða og nefnt er Reykjasel. Víst er að áhugamenn um Hrafnkelssögu Freysgoða munu fylgjast með áhuga með fornleifarannsókn þessari.

Samninginn undirrituðu þeir Agnar Olsen framkvæmdastjóri verkfræði- og framkvæmdasviðs Landsvirkjunar og Adolf Friðriksson forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands ses.

Undirritun samnings Landsvirkjunar við Fornleifastofnun
Agnar Olsen, framkvæmdastjóri verkfræði- og framkvæmdasviðs (t.v.), og
Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands ses,
undirrita samning um rannsóknir á rústum sunnan Kárahnjúka.

Fréttasafn Prenta