Frétt

Birta og Bárður á Austurborg

2. júní 2005

Leikskólinn Austurborg er nágranni Landsvirkjunar og lífgar hann óneitanlega upp á umhverfi sitt með þeirri glaðværð sem þar ríkir.

Börnin fögnuðu þeim Birtu og Bárði úr Stundinni okkar innilega þegar þau birtust á leikskólalóðinni. Birta og Bárður tóku lagið og spjölluðu við krakkana.

Auðséð var á krökkunum að þau kunnu vel að meta dagskrána og stórir jafnt sem smáir dilluðu sér við tónlistina.

 Birta og Bárður skemmta krökkum á Austurborg
Birta og Bárður skemmta krökkum á Austurborg

 

Fréttasafn Prenta