Frétt

Bláalónsþraut Hjólreiðafélags Reykjavíkur um næstu helgi

7. júní 2005

Hjólað á fjallahjóliKeppnin hefst sunnudaginn 12. júní kl. 10:00. Hjólað er frá íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Hópurinn hjólar saman undir lögreglufylgd að kirkjugarðinum þar sem tímatakan hefst. Keppendur geta valið um 60 km meðal erfiða leið og 70 km erfiða leið.

Keppnin er bæði einstaklingskeppni og liðakeppni. Keppt er í þremur karlaflokkum og tveimur kvennaflokkum auk liðakeppninnar.

Veitt eru verðlaun fyrir 1. sæti. í hverjum flokki og báðum vegalengdum.

Nánari upplýsingar um Bláalónsþrautina má fá á vef Hjólreiðafélags Reykjavíkur.

Fréttasafn Prenta