Frétt

Yfir 90 þátttakendur á ráðstefnu um brunavarnir í raforkuverum

26. ágúst 2005

Ráðstefnan er haldin af norska verkfræðingafélaginu Tekna í samvinnu við Landsvirkjun  og Brunamálastofnun. Dagana 1. og 2. september halda bæði Norðmenn og Íslendingar fjölda áhugaverðra fyrirlestra. Fyrirlestrar eru haldnir á norsku og ensku. Þegar hafa yfir 90 þátttakendur skráð sig og eru þar af um 40 frá Noregi. Þetta er í 13. sinn sem Brannforum er haldið.

Dagskrá ráðstefnunnar er í megin dráttum þessi:

Miðvikudagur 31.ágúst, kl. 18:30. Ráðuneytisstjóri Umhverfisráðuneytisins Magnús Jóhannsson setur ráðstefnuna.
Fimmtudagur 1. september, kl. 08:30. Ráðstefnan hefst með skráningu og síðan ávarpi Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Meginefni dagsins verður brunavarnir og kröfur til brunavarna í raforkuverum á Íslandi og í Noregi ásamt öryggi spennubreyta. Deginum lýkur með kvöldverði kl. 19:00 á Hótel Sögu.

Föstudagur 2. september, kl. 09:00. Megin efni dagsins verður umfjöllun um áhættugreiningar ásamt  brunatæknilegri hönnun Kárahnjúkavirkjunar. Ráðstefnunni lýkur kl. 15:00. Kl. 18:00 er boðið upp á ferð í Bláa lónið og síðan á víkingahátíð í Hafnarfirði.
Laugardagur 3. september, kl. 09:00 - 17:00. Þátttakendum er boðið upp á tvær mismunandi skoðunarferðir.

Ráðstefnan er kjörið tækifæri til að hitta norska kollega og skiptast á skoðunum og vitneskju um mikilvæg málefni innan örkugeirans.

Unnt að lesa um ráðstefnuna og skrá sig á heimasíðu norska verkfræðingafélagsins www.tekna.no. Eða að hafa samband við öryggisstjóra Landsvirkjunar Lúðvík B. Ögmundsson í síma 894 9132 eða með tölvupósti ludviko@lv.is.


 

Fréttasafn Prenta