Frétt

Samkeppni í grunnskólum um orkumál

19. september 2005
Nánari upplýsingar
Bréf til grunnskóla
Nánari upplýsingar um
samkeppnina
Fræðsluvefur Landsvirkjunar

Til að velja fulltrúana efnir Landsvirkjun til samkeppni þar sem nemendum verður boðið að vinna verkefni tengd orkumálum. Verða þau sniðin að mismunandi aldursstigum grunnskólans. Samkeppnin fer fram eftir áramót og er reiknað með að nemendur skili verkefnum í mars.

Öllum grunnskólum landsins verða sendar nánari upplýsingar um keppnina þegar nær dregur, ásamt upplýsingaveggspjaldi sem hengja má upp í skólastofum.  Einnig verður upplýsingar um verkefnin að finna á Orkuvefnum, http://www.nordlingaskoli.is/orka, og á fræðsluvef Landsvirkjunar sem finna má á lv.is.

Samkeppninni er skipt í fjóra flokka. Nemendum í 1. – 4. bekk verður boðið að myndskreyta sögu eftir Yrsu Sigurðardóttur barnabókarithöfund og verkfræðing við Kárahnjúkavirkjun.  Sagan verður ætluð yngstu kynslóðinni og mun á myndrænan, einfaldan og skýran hátt leitast við að svara spurningunni:  Hvað er rafmagn?

Nemendum í 5. – 7. bekk verður boðið að fjalla um raforkuvinnslu þar sem einhverjir eftirfarandi þátta skulu teknir fyrir:

  • Hvaðan kemur raforka, hvernig er hún framleidd?
  • Hvaða hlutverki gegnir raforkuframleiðslan?
  • Hvernig væri Ísland án rafmagns?
  • Hvað getur komið í stað raforku?

Nemendum í 8. – 10. bekk verður boðið að gera kynningu um Kárahnjúkavirkjun þar sem einhverjir eftirfarandi þátta skulu teknir fyrir:

  • Lýsing á helstu mannvirkjum og raforkuframleiðslunni.
  • Stærðir og magntölur virkjunarinnar sem og framleiðsla hennar settar í samhengi daglegs lífs.
  • Umfjöllun um umhverfismál og umhverfisáhrif virkjunarinnar.
  • Umfjöllun um samfélagsumræðuna varðandi virkjunina.

Fréttasafn Prenta