Frétt

Samkeppni um útilistaverk við Kárahnjúkavirkjun

8. október 2005

Hér að neðan eru nánari upplýsingar um þær, hvora fyrir sig. Sérstök athygli er vakin á því að í aðra samkeppnina er óskað eftir tillögum undir dulnefni en í hina er óskað eftir umsóknum um þátttöku. Í seinna tilvikinu annast sérstök valnefnd val þátttakenda í sjálfa samkeppnina (sjá keppnislýsingu og skilmála).

Samkeppni þessi fer fram samkvæmt samkeppnisreglumSambands íslenskra myndlistarmanna.

Dómnefnd skipa:
Frá Landsvirkjun: Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður
Friðrik Sophusson, forstjóri
Ormar Þór Guðmundsson, arkitekt Kárahnjúkavirkjunar
Frá SÍM: Ágústa Kristófersdóttir, listfræðingur
Ingimar Ólafsson Waage, myndlistarmaður

Trúnaðarmaður SÍM vegna keppninnar er Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur, og veitir hann nánari upplýsingar um keppnirnar, netfang: trth@hi.is, vinnusími: 525-4239, gsm: 864-2938.

Samkeppni um útilistaverk í nágrenni aflstöðvar virkjunarinnar í Fljótsdal

Nánari upplýsingar: Fljótsdalur
Samkeppnislýsing og skilmálar
Auglýsing um samkeppnina

Óskað er eftir tillögum að listaverkum á og/eða við mannvirki tengd aflstöð Kárahnjúkavirkjunar undir Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal.

Dómnefnd velur 5-10 tillögur af þeim sem berast og höfundum þeirra verða greiddar kr. 300.000 til að útfæra þær nánar áður en endanlegt val á verki til uppsetningar fer fram. Öllum myndlistarmönnum er heimil þátttaka.

Áhugasamir skili undir dulnefni teikningu/mynd á tveimur A4 blöðum ásamt einnar síðu greinargerð fyrir tillögunni í samræmi við samkeppnislýsingu. Nafn listamannsins fylgi með í lokuðu umslagi merktu dulnefninu. Tillögur skulu sendar til Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 mánudaginn 21. nóvember 2005. Sendingin skal merkt: „Útilistaverk í Fljótsdal“.

Samkeppni um umhverfislistaverk við Kárahnjúka í nágrenni Hálslóns

Nánari upplýsingar:
Kárahnjúkasvæðið
Samkeppnislýsing og skilmálar
Auglýsing um samkeppnina

Óskað er eftir umsóknum frá þeim listamönnum sem áhuga hafa á þátttöku. Forvalsnefnd velur sex þátttakendur úr þeim umsóknum sem berast og verða hverjum þeirra greiddar kr. 300.000 fyrir tillögugerð. Öllum myndlistarmönnum er heimil þátttaka. Dómnefnd metur síðan tillögurnar og mælir með uppsetningu listaverks.

Áhugasamir sendi inn umsókn um þátttöku í samkeppninni þar sem fram koma upplýsingar um listamanninn, störf, reynslu og menntun, upplýsingar um fyrri verk ásamt öðru því sem umsækjandi vill taka fram. Skilafrestur er til 31. október 2005. Umsóknir skulu sendar til Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 mánudaginn 31. október 2005. Sendingin skal merkt: „Umhverfislistaverk við Kárahnjúka“.

Fréttasafn Prenta