Frétt

Samningar við Grænar lausnir undirritaðir

11. nóvember 2005

Fyrirtækið Grænar lausnir hefur í hyggju að setja á stofn vörubrettaverksmiðju í Mývatnssveit. Við framleiðsluna mun fyrirtækið nýta þá jarðhitaorku og húsnæði sem Landsvirkjun hefur nýlega eignast í Bjarnarflagi þegar gerðir voru samningar við Landeigendur Reykjahlíðar ehf. fyrir skömmu síðan. Samnngar um verksmiðjuna voru undirritaðir í húsnæði Kísiliðjunnar sálugu í gær.

Samkvæmt fréttum sem birst hafa um vörubrettaverksmiðjuna er miðað við að um 20 manns starfi í henni þegar fullum afköstum hefur verið náð. Áætlanir gera ráð fyrir að verksmiðjan framleiði tæplega fimm milljónir vörubretta úr endurunnum pappa á ári.

Undirritun samnings Landsvirkjunar og Grænna lausna

Á myndinni undirrita Snorri Pétursson, nýsköpunarsjóði, Friðrik Jónsson Grænum lausnum, Halldór Jóhannsson KEA, Jóhann Malmquist, Grænum lausnum, Jóhannes Geir og Bjarni Bjarnason Landsvirkjun samningana.

Fréttasafn Prenta