Tengt efni: |
Skýrsla WWF |
Uppistöðulón eru talin eyðileggja mikilvæg vatnasvæði og valda neikvæðum efnahagslegum áhrifum í nýrri skýrslu frá náttúruverndarsamtökunum World Wide Fund for Nature (WWF). Umhverfisáhrif sex lóna víðs vegar um heiminn eru tekin sem dæmi og lónin ekki talin standast kröfur sem svonefnd Heimsstíflunefnd undir forystu Nelsons Mandela setti fram í skýrslu árið 2000. Sextán blaðsíðna skýrsla WWF um stórar stíflur í heiminum hefur að geyma eina blaðsíðu um Kárahnjúkavirkjun.
Sumt af því sem þar kemur fram vekur nokkra undrun þeirra sem þekkja til málefna Kárahnjúkavirkjunar. Ýmislegt er tínt til:
Öll bera ofangreind ummæli í skýrslunni merki um ókunnugleika og áróðursbrögð þar sem treyst er á vanþekkingu þeirra sem lesa.
Fleiri dæmi eru um áróðurstækni:
Því er fagnað að til standi að setja á fót þjóðgarð og/eða verndarsvæði norðan Vatnajökuls og vernda þar með Jökulsá á Fjöllum. Skýrsluhöfundurinn segir að sú á verði eftir virkjun við Karahnjúka „eina jökulfljótið á hálendi Íslands sem rennur óbeislað”. Hér á landi veit hvert mannsbarn að þessu fer víðsfjarri.
WWF lýkur úttektinni á Kárahnjúkum með því að halda því fram að verkefnið standist ekki „stefnumarkandi forgangsmál” Heimsstíflunefndarinnar númer 2 og 4, þ.e. að ekki hafi farið fram heildstætt mat á kostum sem til greina komu og að ekki hafi verið hugað að því að varðveita árnar og lífsafkomu þeirra sem við þær búa.
Eins og að ofan greinir er öll umfjöllun WWF um efnisatriði tengd Kárahnjúkavirkjun villandi svo ekki sé kveðið sterkar að orði. Vandséð er hvernig sú úttekt getur rennt stoðum undir fullyrðingar um að framkvæmdir standist ekki kröfur Heimsstíflunefndarinnar.
Benda má á eftirfarandi atriði í tengslum við þær kröfur sem nefndar eru í skýrslu WWF. Hið rétta er að mat á umhverfisáhrifum fór fram í samræmi við lög sem sett hafa verið eftir evrópskri fyrirmynd þar sem mismunandi kostir eru metnir. Fjallað hefur verið um samspil samfélags, náttúru og virkjunarinnar á heildstæðan hátt bæði í matinu og með samráði við fjölbreyttan hóp ólíkra hagsmunaaðila, má þar sérstaklega nefna sameiginlegt framtak Landsvirkjunar og Alcoa við að meta sjálfbærni á Austurlandi sem enn er í gangi og heldur áfram á rekstrartíma virkjunar og álvers.