Frétt

Samstarfssamningur Hróksins og Landsvirkjunar

25. nóvember 2005

Markmiðið með samstarfssamningnum er að Landsvirkjun efli starf Hróksins við að kynna skáklistina grunnskólabörnum.

Í tengslum við samninginn dreifir Hrókurinn bókinni Skák og mát til grunnskólanema undir slagorðinu „Virkjum framtíðina - börnin eru dýrmætasta auðlind Íslands“.

Einnig efnir Hrókurinn til fjölteflis stórmeistarans Henriks Daníelsen við starfsmenn Landsvirkjunar og fjölskyldur þeirra í samstarfi við STALA, starfsmannafélag Landsvirkjunar, á fyrsta ársfjórðungi 2006.

Þá heldur Hrókurinn 5 skákhátíðir kenndar við Landsvirkjun fyrir börn á grunnskólaaldri. Þrjár verða á vorönn 2006 og tvær haustið 2006.

Samkvæmt samningnum er framlag Landsvirkjunar til Hróksins kr. 1.500.000.

Landsvirkjun og Hrókurinn undirrita samning
Þeir Hrafn Jökulsson og Friðrik Sophusson settust
að tafli áður en samningurinn var undirritaður.


Fréttasafn Prenta