Frétt

Tvær bilanir í Búrfellsstöð í nóvember

29. nóvember 2005

Í ljós kom við nánari skoðun að endurnýja þarf hluta af sáturvindingum í rafala aflvélarinnar vegna skemmda sem rekja má til hönnunarútfærslu á einangrun í rafalanum. Vélin verður úr rekstri þar til gert hefur verið við bilunina, sem er áætlað að verði lokið í janúar nk. Í framhaldinu verður ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir á öðrum aflvélum í Búrfelli, sem eru allar sömu gerðar. Meðan á þessu stendur er þó ekki gert ráð fyrir að viðskiptavinir Landsvirkjunar verði fyrir óþægindum eða skerðingum á afhendingu rafmagns af þessum sökum og er þá gengið út frá því að aðrar aflstöðvar starfi á fullum afköstum.

Þær aðgerðir sem ráðast þarf í á aflvélum í Búrfellsstöð geta orðið nokkuð vandasamar á næstu tveimur vikum, þar sem við bættist að 27. nóvember sl. bilaði tenging inn á spenni 2 í Búrfellsstöð. Tenging þessi tilheyrir raforkuflutningskerfinu en ekki búnaði aflstöðvarinnar. Af þeim sökum mun Landsnet hf sjá um viðgerð á þeirri tengingu.

Fréttasafn Prenta