Frétt

Samkeppni um listaverk tengd Kárahnjúkavirkjun

29. nóvember 2005

Fyrr í haust bauð Landsvirkjun til samkeppni um gerð listaverka annars vegar á svæðinu við Kárahnjúka og hins vegar í nágrenni stöðvarhúss Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal.

Samkeppnirnar tvær eru haldnar eftir reglum Sambands íslenskra listamanna og fara þær fram með nokkuð ólíkum hætti. Vænta má fregna af samkeppninni um listaverk í Fljótsdal fyrir áramótin.

Forvalsnefnd hefur lokið störfum í samkeppninni um listaverk við Kárahnjúka og eftirtaldir listamenn verið valdir til þátttöku í lokaðri samkeppni um gerð umhverfislistaverks á svæðinu við Kárahnjúka:

Einar Þorsteinn Ásgeirsson
Illur Malus Islandus
Jónína Guðnadóttir
Sigrún Ólafsdóttir
Sigurður Árni Sigurðsson
Vignir Jóhannsson

Þessum listamönnum verður greitt fyrir tillögugerð og eiga þeir að skila tillögum sínum með vorinu.

Forvalsnefndina sem valdi listamennina sex skipuðu þau Erla Þórarinsdóttir myndlistarmaður f.h. SÍM, Garðar Guðnason arkitekt og Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.

Í samkeppnina bárust margar vandaðar umsóknir frá fjölbreyttum hópi listamanna. Það var því krefjandi verkefni fyrir nefndina að velja aðeins sex til þátttöku í samkeppninni.

Fréttasafn Prenta