Frétt

Lét af störfum eftir 40 ára starf

5. desember 2005

Af þessu tilefni var henni haldið hóf þar sem hún var kvödd. Snjólaug Sigurðardóttir var ráðin sem einkaritari Eiríks Briem, forstjóra, við stofnun Landsvirkjunar og hefur unnið sem ritari og fulltrúi á skrifstofu forstjóra alla tíð síðan eða í rúm 40 ár.

Í ræðu sem Friðrik Sophusson hélt af þessu tilefni sagði hann að enginn gæti gert betur, þar sem Snjólaug væri eini starfsmaðurinn sem unnið hefði hjá Landsvirkjun frá stofnun fyrirtækisins.

Auk veglegs blómvandar var Snjólaugu afhentur silfurpeningur Landsvirkjunar, sem aðeins tveir starfsmenn Landsvirkjuna hafa orðið aðnjótandi.

Starfslok Snjólaugar Sigurðardóttur
Friðrik Sophusson og Snjólaug Sigurðardóttir

Fréttasafn Prenta