Frétt

Framleiðsla eykst á ný í Búrfellsstöð

20. desember 2005

Þar með eru fimm af sex aflvélum í Búrfellsstöð í rekstri. Viðgerð á vél 4, sem bilaði 12. nóvember sl., stendur enn yfir og lýkur ekki fyrr en seinni hluta janúarmánaðar ef allt gengur að óskum.  Aflspennir nr. 2 er einnig kominn í rekstur, en tenging inn á spenninn bilaði í lok nóvember sl.

Þessar bilanir á spenni og stöðvanir á vélum í Búrfelli hafa ekki haft áhrif á afhendingu á rafmagni frá LV til viðskiptavina og ekki er gert ráð fyrir að það gerist af þessum sökum  héðan af. Á fyrri hluta næsta árs verður ráðist í fyrirbyggjandi viðgerðir á þeim fjórum aflvélum í Búrfellsstöð sem ekki hafa verið yfirfarnar.

Fréttasafn Prenta