Frétt

32 styrkir úr Orkurannsóknasjóði

23. febrúar 2018
Alls voru veittir styrkir að upphæð 55,4 milljónir króna árið 2018.

Rúmlega 55 milljónum króna var nýverið úthlutað úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar, við elleftu úthlutun sjóðsins til margvíslegra verkefna á sviði umhverfis- og orkumála.

Að þessu sinni voru veittir 32 verkefnastyrkir, þar af 10 til orkumála og 22 til rannsókna á náttúru og umhverfi, þar með talinna rannsókna til notkunar vistvænna orkugjafa í samgöngum og iðnaði. Alls bárust 75 umsóknir um alls 182 milljóna króna styrki til rannsóknaverkefna.

609 milljónir á ellefu árum

Á ellefu starfsárum sjóðsins hefur hann veitt styrki að upphæð 609 milljónir króna. Veittur hefur verið 151 námsstyrkur og 234 styrkir til rannsóknaverkefna. Viðfangsefnin í námi og rannsóknaverkefnum skiptast nokkuð að jöfnu milli orku- og virkjunarmála og náttúru- og umhverfismála.

Um Orkurannsóknasjóð

Tilgangur sjóðsins að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála, hvetja námsmenn til að velja sér viðfangsefni á þessu sviði, gera fjárframlög Landsvirkjunar til rannsókna skilvirkari og sýnilegri og tryggja að þær rannsóknir sem sjóðurinn styrkir samrýmist umhverfisstefnu fyrirtækisins.

Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér.

Fréttasafn Prenta