Frétt

Viðræður við Alcan hefjast vegna stækkunar álvers í Straumsvík

23. janúar 2006

Alcan hefur unnið að því að auka framleiðslugetu álversins í Straumsvík um 280 þúsund tonn á undanförnum árum.  Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki og rekstur hefjist á árinu 2010.  Í því skyni hafa Alcan og Orkuveita Reykjavíkur undirritað viljayfirlýsingu um útvegun hluta raforkunnar til stækkunarinnar sem samsvarar um 40% heildarþarfarinnar. 

Það sem upp á vantar samsvarar orkuframleiðslugetu Búðarhálsvirkjunar í Tungnaá og í virkjunum þeim í Neðri Þjórsá sem hlotið hafa samþykki í mati á umhverfisáhrifum. Landsvirkjum mun ekki ræða við aðra orkukaupendur um sölu á rafmagni frá þessum virkjunarkostum á meðan viðræður þessar standa.
 

Fréttasafn Prenta