Frétt

Samkeppni um orku og orkumál

26. janúar 2006

Samkeppnin stendur til 7. apríl nk. Allir nemendur í 1.-10. bekk grunnskóla geta tekið þátt í samkeppninni. Yngstu bekkjardeildunum er falið að myndskreyta söguna um „Rabba rafeind“ eftir Yrsu Sigurðardóttur. Nemendur í 5.-10. bekk fá það verkefni að fjalla um raforkuvinnslu með þeim hætti sem þau kjósa eða að búa til kynningu um Kárahnjúkavirkjun.

Meðfylgjandi er afrit af bréfinu sem sent var grunnskólum og nánari upplýsingum sem því fylgja. Á fræðsluvef Landsvirkjunar er aðgengilegt efni og leiðbeiningar fyrir skólana, meðal annars myndir af veggspjöldum um orkumál sem skólarnir fengu send fyrr í mánuðinum.

Viðhengi:
Lýsing á samkeppninni 
Bréf um samkeppnina til grunnskóla
Sagan um „Rabba rafeind“

 

Fréttasafn Prenta