Frétt

Jákvæð afstaða til Landsvirkjunar í könnun IMG Gallup

8. febrúar 2006

Í könnuninni kemur fram að viðhorf almennings til Landsvirkjunar er jákvætt. Spurt var „Ertu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart Landsvirkjun?“ 63,5% þeirra sem svöruðu spurningunni voru jákvæð gagnvart Landsvirkjun. Hvorki né svöruðu 20,7% og neikvæð voru 15,8%.

Í meðaltali sem IMG Gallup reiknar út frá svörum þátttakenda fær Landsvirkjun einkunnina 6,5. Samkvæmt fyrri könnunum sem IMG Gallup hefur gert fyrir Landsvirkjun hefur þessi einkunn haldist stöðug frá árinu 2002.

Karlar eru jákvæðari gagnvart Landsvirkjun en konur. 67,4% þeirra eru jákvæð en 59,4% kvenna. Ef tekið er tillit til búsetu þeirra sem tóku þátt í könnuninni kemur í ljós að búseta hefur ekki afgerandi áhrif á afstöðu til Landsvirkjunar. Ef litið er til aldurs þátttakenda sést að 50% þeirra sem eru á aldrinum 25-35 ára eru frekar jákvæð gagnvart Landsvirkjun.

Úrtak könnunarinnar var 1.350. Ekki náðist í 229 og 256 neituðu að svara. Svarhlutfall er 62,3%. Könnunin var símakönnun sem var gerð á tímabilinu 14.-27. desember.

 

Fréttasafn Prenta