Frétt

Gangsetning stækkunar Norðuráls knúin með raforku frá Landsvirkjun

16. febrúar 2006

Nú er hafin uppkeyrsla á nýjum kerum vegna stækkunar Norðuráls en það fyrirtæki er að auka framleiðslugetu sína úr 90 þús. tonnum af áli í 220 þúsund á ári.

Það lá fyrir í upphafi að þeir raforkuframleiðendur sem Norðurál samdi við um orkukaup til stækkunarinnar yrðu ekki tilbúnir í tæka tíð með nægilegt rafmagn til uppkeyrslunnar á stækkuninni.  Því var samið við Landsvirkjun um kaup á þeirri orku sem upp á vantar.

Landsvirkjun selur rafmagn til stækkunar Norðuráls allt þar til Reykjanesvirkjun Hitaveitu Suðurnesja tekur til starfa í maí og Hellisheiðarvirkjun Orkuveitu Reykjavíkur í september-október nk. Alls er gert ráð fyrir að aukin orkusala Landsvirkjunar til Norðuráls vegna þessa á árinu 2006 nemi um 280 GWst, eða um 3/4 hlutum af árlegri orkugetu Vatnsfellsstöðvar en það er svipað magn og tveggja ára raforkunotkun Akureyringa.

 

Fréttasafn Prenta