Frétt

Landsvirkjun og Alþjóðahús í samstarf

20. febrúar 2006

Fyrsta skrefið í samstarfinu er tekið á Þjóðahátíð, en Landsvirkjun mun styrkja hátíðina og jafnframt standa fyrir myndasýningu um mannlífið á Kárahnjúkum á hátíðinni.

Þá ætla Landsvirkjun og Alþjóðahús að vinna saman að undirbúningi sýningar og fjölbreyttum viðburðum í Ljósafossstöð við Sogið í sumar sem minna eiga á málefni innflytjenda og hinar ýmsu hliðar fjölmenningar á Íslandi.

Síðast en ekki síst er stefnt að því að halda námskeið um menningarfærni fyrir starfsmenn Landsvirkjunar.

Alþjóðahús og Landsvirkjun undirrita samstarfssamning
Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss og
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar undirrita samninginn.

Fréttasafn Prenta