Frétt

Leikskólakrakkar færðu Landsvirkjun listaverk

24. febrúar 2006

Tilefni heimsóknarinnar var að færa Landsvirkjun listaverk sem krakkarnir hafa unnið að. Krakkarnir hafa að undanförnu lært um veturinn og þau fyrirbæri sem fylgja honum. Niðurstaða þessarar vinnu með veturinn var þrískipt listaverk sem krakkarni komu með. Verður listaverkið til sýnis í anddyri aðalskrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68 næstu viku.

Listaverkið er framlag leikskólans til Vetrarhátíðar 2006. Það sýnir sögusvið bókarinnar um selinn Snorra og allar þær hættur sem steðja að honum; Hvalinn Glefsi, ísbjörninn Voða og mávana Sult og Svöngu.

Við opnun sýningarinnar tóku börnin lagið og sungu nokkur vel æfð vetrarlög fyrir viðstadda starfsmenn, sem klöppuðu þeim lof í lófa. Þáðu börnin veitingar og héldu síðan glöð í bragði á Álftaborg.


Leikskólabörn á Álftaborg með listaverkasýningu hjá Landsvirkjun

Leikskólabörn hjá Álftaborg syngja hjá Landsvirkjun

 

 

Fréttasafn Prenta