Frétt

Margar hendur vinna létt verk

6. mars 2006

Við bjóðum fram krafta vinnuhópa ungmenna á aldrinum 16 til 20 ára sem starfa hjá okkur á sumrin. 

Auk þess sem hóparnir sinna viðhaldi og snyrtingu í nágrenni mannvirkja okkar hafa þeir um árabil sinnt umhverfismálum og sköpun aðstöðu til útivistar og ferðamennsku víða um land.

Við viljum eiga samstarf um verkefni sem lúta að ræktun, hreinsun og öðrum umhverfisbótum ásamt t.d. stígagerð og stikun gönguleiða.

Við bjóðum fram vinnuframlag unglinganna og flokkstjórn yfir þeim. Við óskum eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni, samkvæmt nánari lýsingu á umsóknareyðublaði sem hægt er að opna með tenglinum hér að ofan.

Einnig má senda umsókn bréflega með því að stíla hana á Landsvirkjun, Margar hendur vinna létt verk, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 31. mars.

Nánari upplýsingar veita Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi (thorsteinn hjá lv.is) og Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri, í síma 515 9000, (ragnheidur hjá lv.is).

Viðhengi:
Auglýsing verkefnisins

 

Fréttasafn Prenta