Frétt

Verkefni um orku og orkumál í grunnskólum

8. mars 2006

Frá áramótum hefur grunnskólanemum á öllum aldri staðið til boða að taka þátt í samkeppni um úrlausn á verkefnum um orku og orkumál.

Margir skólar hafa sýnt fræðsluefni á vef Landsvirkjunar áhuga og nýtt sér það. Við hvetjum nemendur, kennara og foreldra til að kynna sér fræðsluefnið og verkefnin í samkeppninni og senda inn úrlausnir fyrir 8. apríl nk.

Auk viðurkenninga fyrir þátttökuna fá nokkrir nemendur að taka þátt í að leggja hornstein að Kárahnjúkavirkjun ásamt forseta Íslands 12. maí nk.

 

Fréttasafn Prenta