Frétt

Orkusalan ehf stofnuð

15. mars 2006

RARIK og Orkubú Vestfjarða eiga hvort um sig 36% í félaginu, en Landsvirkjun 28%. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að sjá um kaup, sölu og framleiðslu á raforku. Orkusölunni ehf. er ætlað að selja raforku í smásölu, en RARIK og Orkubúið munu hætta slíkri starfsemi. Orkubú Vestfjarða og RARIK munu leggja Orkusölunni til virkjanir þær, sem Orkubúið og RARIK starfrækja í dag. Landsvirkjun leggur Laxárstöðvar til félagsins, en mun áfram sjá um reksturinn.

Í stjórn voru kjörnir: Tryggvi Þór Haraldsson, sem er formaður, Kristján Haraldsson og Friðrik Sophusson. Varamenn eru: Steinar Friðgeirsson, Bjarni Sólbergsson og Einar Kristjánsson.  Framkvæmdastjóri Orkusölunnar ehf. er Ólöf Nordal.

Fréttasafn Prenta