Frétt

Hver er stærð orkulinda á Íslandi?

21. mars 2006

Hið rétta er að Orkustofnun vann skýrslu fyrir Iðnaðarráðuneytið 1994, "Innlendar orkulindir til vinnslu raforku", þar sem tala þessi kemur fram og útskýrt er á hverju þetta mat er byggt. Þessar upplýsingar höfðu einnig áður komið fram í opinberum gögnum. Skýrslan frá 1994 hefur frá fyrstu tíð legið fyrir aðgengileg öllum sem hafa viljað kynna sér hana.

Þá má geta þess að vinna að rammaáætlun hefur frá upphafi byggst á að meta þær orkulindir sem taldar eru upp í skýrslunni. Fyrir tveimur árum vék Þorkell Helgason, orkumálastjóri, að mati á stærð orkulindanna á ársfundi Orkustofnunar. Hann vísar til hins viðtekna mats, 50 þúsund GWst, og kemst að þeirri niðurstöðu að þetta gamla mat Orkustofnunar sé enn ekki fjarri lagi.

Viðhengi:
Ummæli Þorkels Helgasonar um stærðir orkulinda á ársfundi Orkustofnunar 2004
Sjá kápu og titilsíðu skýrslu iðnaðarráðuneytisins frá 1994
Sjá töflu yfir vatnsafl á Íslandi úr skýrslu iðnaðarráðuneytisins frá 1994

 

Fréttasafn Prenta