Frétt

Námsstyrkir Landsvirkjunar afhentir

6. apríl 2006

Landsvirkjun úthlutar árlega styrkjum úr sjóði til styrktar efnilegum námsmönnum sem vinna að lokaverkefnum á meistara og doktorsstigi sem talin eru tengjast starfsemi fyrirtækisins.
Námsstyrkirnir eru nú veittir þriðja árið í röð. 

Samkvæmt ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar var ákveðið að verja þremur milljónum króna til námstyrkja á árinu 2006. Úthlutunarnefndin ákvað að veita 6 námsstyrki til efnilegra námsmanna að upphæð 400 til 700 þúsund krónur hver.

Markmið Landsvirkjunar með styrkveitingunum er að styðja efnilega nemendur á háskólastigi sem vinna að faglegum námsverkefnum sem nýst geta Landsvirkjun; efla menntun og rannsóknir á sviðum tengdum Landsvirkjun og laða að hæfa einstaklinga til starfa. Landsvirkjun vill með þessu framtaki sýna í verki að það sé framsækið fyrirtæki sem leggi traustan grunn að framtíðinni.

Styrkirnir komu í hlut þeirra Björns Oddssonar, Egils Júlíussonar, Ívars Arnar Benediktssonar, Marin I. Kardjilov, Sigríðar Guðmundsdóttur og Tuma Traustasonar.

Afhending námsstyrkja á samráðsfundi 2006
Á myndinni eru frá vinstri: Trausti Leósson (fyrir hönd Tuma Traustasonar), Guðmundur
Ásmundsson (fyrir hönd Sigríðar Guðmundsdóttur), Marin I. Kardjilov, Ívar Arnar
Benediktsson, Júlíus Birgir Kristinsson (fyrir hönd Egils Júlíussonar) og Björn Oddsson.

Edda Sif Aradóttir á samráðsfundi Landsvirkjunar 2006Að lokinni afhendingu styrkjanna flutti Edda Sif Aradóttir, einn styrkþega Landsvirkjunar 2005 og meistaranemi við efnafræðiskor Háskóla Íslands, erindi um magnesínmálmblendi sem vetnisgeymslu.

Edda Sif sagði að helsti vandindinn samfara notkun vetnis í bílum og skipum væri geymsla þess um borð. Þess vegna er leitað að efnasamböndum sem geta geymt vetni með hagkvæmari hætti. Í þeirri leit hefur magnaesínmálmblendi vakið athygli og miðast rannsóknir Eddu Sifjar að því að finna stöðugt magnesínmálmblendi sem er heppilegt til vetnisgeymslu í farartækjum.

Viðhengi:
Fréttatilkynning vegna afhendingar styrkjanna
Edda Sif Aradóttir: magnesínmálmblendi sem vetnisgeymsla

 

Fréttasafn Prenta