Frétt

Skrifað undir verksamninga við Arnarfell

24. apríl 2006

Í raun taka þessi verk til þriggja samninga. Verkið KAR-22 felst í að grafa fyrir og byggja upp Ufsarstíflu í farvegi Jökulsár í Fljótsdal ásamt því að steypa upp botnrásar og byggja yfirfall. Verkið KAR-23 felst í að grafa fyrir og gera stíflur í Kelduá, Grjótá og Innri Sauðá ásamt tilheyrandi byggingu botnrásar og yfirfalla. Verkið KAR-24 felst í holun Kelduárganga og Grjótárganga ásamt byggingu lokuvirkja við inn- og útrennsli Kelduárganga.

Arnarfell vinnur einnig að tveimur öðrum verkum fyrir Landsvirkjun í Kárahnjúkaverkefninu, gerð Jökulsárganga (KAR-21) og gerð nýrra aðkomuganga (Adit 4).

Undirritun verksamninga við Arnarfell

Á myndinni skrifa þeir Sigurbergur Konráðsson, framkvæmdastjóri Arnarfells og  Friðrik Sophusson undir verksamningana. Að baki þeim standa Einar Erlingsson, Hanna Marinósdóttir og Guðlaugur Þórarinsson starfsmenn Landsvirkjunar.

 

Fréttasafn Prenta