Frétt

Landsvirkjun tekur þátt í ræsingu nýs kerskála hjá Norðuráli

5. apríl 2006

Afhending rafmagnsins er tvíþætt. Í fyrsta lagi mun Landsvirkjun halda áfram að selja Norðuráli viðbótarrafmagn vegna ræsingar nýs kerskála verksmiðjunnar á árinu 2006. Um er að ræða að afhenda u.þ.b. 5 MW á tímabilinu frá ágúst 2006 til desember 2007. Í öðru lagi mun Landsvirkjun afhenda allt að 65 MW frá vori 2007 til haustsins 2008, þegar aðrir framleiðendur á rafmagni taka við. Með þessum stækkunum á Norðuráli nær álverksmiðjan 260 þúsund tonna árlegri afkastagetu fyrr en áætlað hafði verið.

Um þessar mundir hefur Norðurál lokið fyrsta áfanga í ræsingu nýja kerskálans. Megnið af því rafmagni sem notað er þar kemur frá Landsvirkjun og mun uppkeyrslan halda áfram eftir miðjan apríl nk. með rafmagni frá Landsvirkjun. Ræsingin hefur gengið mjög vel og hraðar en til stóð í upphafi.

Tilkynning Century Aluminium Corporation á Nasdaq hlutabréfamarkaðinum um flýtingu á afhendingu rafmagns.

Fréttasafn Prenta