Frétt

Sjónarmið andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar lögð í hornstein stöðvarhússins

11. maí 2006

Auk þess verður lagt þar annað skjal sem lýsir undirbúningi og ákvarðanatöku um byggingu Kárahnjúkavirkjunar af sjónarhóli Landsvirkjunar.

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, lýsti viðbrögðum sínum við beiðni náttúruverndarsamtakanna með eftirfarandi orðum:

Forseti Íslands  tjáði stjórnarformanni Landsvirkjunar og mér að þessi samtök hefðu  haft samband við hann og óskað eftir að forsetinn beitti sér fyrir því að texti frá þeim yrði lagður í hornsteininn. Forsetinn sagði okkur að hann teldi rétt að láta vita af þessu en að hann mundi ekki fyrir sitt leyti hafa neinar óskir í frammi við Landsvirkjun um þetta mál. Þar sem Kárahnjúkavirkjun hefur  verið umdeild meðal þjóðarinnar  fannst okkur eðlilegt að ólík sjónarmið yrðu varðveitt í hornsteininum. Við ákváðum því að varðveita  textann sem sendur var forsetanum með sama hætti og önnur gögn sem  lögð verða í hornsteininn. Ég tel að með því að samtökin óski eftir því að varðveita sjónarmið sín í blýhólki hornsteinsins séu þau í raun að viðurkenna að virkjunin sé staðreynd sem ekki verði breytt.

 

Viðhengi:
Sjónarmið Landsvirkjunar
Sjónarmið andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar 
 

Fréttasafn Prenta