Frétt

Samkeppni grunnskólanema um orku- og orkumál

12. maí 2006

Nokkur börn af öllum aldursstigum voru valin til að leggja verkefni sín í blýhólkinn í hornstein stöðvarhúss Kárahnjúkavirkjunar og aðstoða Forseta Íslands við lagningu hans í viðurkenningarskyni fyrir góðar úrlausnir. Þau eru: Alfreð Steinn Gestsson (8 ára), Fríða Theodórsdóttir (11 ára), Guðrún Ólafsdóttir (14 ára), Magnús Michael Plank (14 ára), Sigurbjörg Sigurðardóttir (9 ára) og Sindri Snær Einarsson (14 ára).

Eldri nemendur (6.-10. bekk) fengu það verkefni að fjalla um raforkuframleiðslu eða Kárahnjúkavirkjun út frá ýmsum sjónarhornum. Í þessum flokki urðu þau Guðrún Ólafsdóttir, Sindri Snær Einarsson og Magnús Michael Plank hlutskörpust. Þau eru öll nemendur í Álftamýrarskóla.

Verkefni Guðrúnar Ólafsdóttur og Sindra Snæs Einarssonar
Verkefni Magnúsar Michael Plank

Yngri nemendum (1.-5. bekk) var falið að myndskreyta söguna um Rabba rafeind eftir Yrsu Sigurðardóttur, barnabókarithöfund. Í þessum flokki urðu hlutskörpust þau Alfreð Steinn Gestsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir, bæði nemendur í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.

Mynd Alfreðs Steins Gestssonar
Mynd Sigurbjargar Sigurðardóttur 
Mynd Fríðu Theodórsdóttur
 

Fréttasafn Prenta