Frétt

15% fjölgun gesta í Végarði

9. júní 2006

Þriðjudaginn 23. maí, höfðu 1.078 komið á Kárahnjúkasýninguna frá því hún var opnuð sumardaginn fyrsta en sambærileg tala frá síðasta ári er 920 gestir. Rólegt var í Végarði á uppstigningardegi, en von var hópi eldri borgara frá Austurríki í heimsókn eftir hádegi. Vitað er um fleiri slíkar skipulagðar heimsóknir næstu daga og vikur. Fulltrúar nokkurra íslenskra og erlendra ferðaskrifstofa komu í Végarð í fyrra og kynntu sér það sem þar stendur til boða. Nokkrar þeirra hafa sett Kárahnjúkasýninguna inn á ferðaáætlun hjá sér í sumar.

Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir, aðstoðarkynningarfulltrúi Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar, segir enda áberandi hve útlendingum fjölgi mikið og stöðugt í Végarði eða um 50% frá því í fyrra! Þetta hljóti að benda til þess að virkjunarframkvæmdirnar séu farnar að hafa greinileg og og jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Umfjöllun og athygli sem Kárahnjúkavirkjun vekur hérlendis og erlendis hafi orðið til að auka áhuga manna eins og augljós merki sjáist um í Végarði. Hún bendir jafnframt á að nýting gistirýmis á Austurlandi hafi aukist um hátt í 8% miðað við sama tíma árið 2005.

Fréttasafn Prenta