Frétt

Sýningar opnaðar í Ljósafossstöð

8. júní 2006

Sýningin verður opnuð kl. 13:00. Klukkan 14:00 syngja Lögreglukór Reykjavíkur og Kvennakórinn Ljósbrá úr Rangárvallasýslu fyrir sýningargesti.

Perspekti - Ísland í augum  innflytjenda
Á undanförnum árum hefur stóraukist sá fjöldi innflytjenda sem sest hér að og þeirra útlendinga sem koma tímabundið til starfa á Íslandi. Við þetta hafa skapast spennandi aðstæður þar sem menning og reynsluheimur fólks hvaðanæva úr heiminum hefur spunnist við íslenska menningu og samfélag.

Með aðstoð Alþjóðahússins hefur Landsvirkjun efnt til sýningar sem hlotið hefur nafnið „Perspekti“. Sýningin er þrískipt. Í fyrsta hluta hennar eru kynnt verk nokkurra listamanna sem eru af erlendu bergi brotnir og eiga það sammerkt að tilheyra nú íslensku samfélagi og telja list sína hafa orðið fyrir áhrifum af dvölinni hér.

Þá eru jafnframt á sýningunni tvær myndasýningar ásamt texta sem lýsir samspili ólíkra þjóða. Sýngarnar „Útlendingar í Eyjafirði“ sem Markús Meckl og nemendur hans við Háskólann á Akureyri settu upp fyrr á árinu og myndir Steingríms Karlssonar af mannlífinu við Kárahnjúka.

Þessi stórskemmtilega sýning verður opin í sumar alla virka daga frá kl. 13:00 til 17:00 og um helgar frá kl. 13:00 til 18:00.

Fréttasafn Prenta