Frétt

Lýsuhólsskóli þakkar fyrir sig

18. maí 2006

Samkeppnin var tvískipt. Fengu yngri börn það verkefni að myndskreyta sögu eftir barnabókahöfundinn Yrsu Sigurðardóttur um Rabba rafeind. Börnum í efri bekkjum grunnskólans  var falið það verkefni að fjalla um raforkuframleiðslu eða Kárahnjúkavirkjun út frá ýmsum sjónarhornum. Greint er frá niðurstöðu samkeppninnar í frétt hér á vefnum. Að keppninni lokinni hefur Landsvirkjun sent þeim skólum sem sendu úrlausnir sínar í keppnina þakkir fyrir þátttökuna.

Lýsuhólsskóli á Snæfellsnesi átti verkefni í samkeppninni og sendu börn og kennarar í skólanum Landsvirkjun þessa skemmtilegu mynd af börnum fyrir framan gróðurhús skólans. Ljós í húsinu fá rafmagn frá vindrafstöð og fyrir framan gróðurhúsið rennur lækur sem er virkjaður til rafmagnsframleiðslu.

Nemendur í Lýsuhólsskóla

 

Fréttasafn Prenta